HVE Stykkishólmi, endurbætur 2. áfangi

Útboð nr. 21243

Tilboð í framkvæmdir við HVE Stykkishólmi, endurbætur 2. áfangi, útboð nr. 21243, voru opnuð þann 21. ágúst s.l. 2 tilboð bárust og sjást yfirfarnar niðurstöðutölur tilboðanna á yfirlitinu hér að neðan, ásamt kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins:

Skipavík ehf. 132.086.458 94,79%
Þ.B. Borg ehf. 132.742.357 95,26%
     
Kostnaðaráætlun FSR 139.346.439  

Ákveðið hefur verið að velja tilboð frá Skipavík ehf í ofangreindu útboði, enda tilboðið metið hagstæðast fyrir kaupanda samkvæmt valforsendum útboðs- og samningsskilmála. Óheimilt er skv. 1. mgr. 86.gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) að gera samning í kjölfar ákvörðunar um val tilboðs fyrr en að liðnum fimm daga biðtíma, vegna innkaupa yfir innlendum viðmiðunarfjárhæðum skv. 1. mgr. 23. gr., og að liðnum tíudaga biðtíma, vegna innkaupa yfir viðmiðunarfjárhæðum á EES skv. 4. mgr. 23. gr. Biðtími hefst daginn eftir að tilkynning um val tilboðs skv. 1. og 2. mgr. 85. mgr. OIL telst birt. Biðtími hefst 12. september 2020 og honum lauk 16. september 2020. 

Verknúmer: 508 2002

Útboðsnúmer: 21243

Dagsetning ákvörðunar: 17.9.2020