Ás hjúkrunarheimili við Hverahlíð 20-22

Niðurstaða í forvali um hönnun og byggingu á 22 rýmum á Ás hjúkrunarheimili við Hverahlíð 20-22 í Hveragerði liggur nú fyrir. 

Allir bjóðendur sem sóttu um þátttöku í forvali uppfylltu útboðskröfur og hafa verið samþykktir inn í lokað alútboð. Bjóðendur eru:

Alverk ehf., E. Sigurðsson ehf.,  Fortis ehf. og GG-Verk ehf.

Matsnefnd hefur verið skipuð sem mun fara yfir tillögur en fast verð verður greitt fyrir verkið og verður því eingöngu valið út frá mati á tillögum.

 

Útboðsgögn til bjóðenda var opnað í gær í gegnum útboðskerfi TendSign og er lokafrestur bjóðenda til að skila inn tillögum til 17. mars kl. 12:00.

 

Verknúmer:

Útboðsnúmer: 21770

Dagsetning opnunar: 16.1.2023