Forval arkitekta fyrir húsnæði löggæslu- og viðbragðsaðila
Frestur til að óska eftir þátttöku í forvali arkitekta fyrir húsnæði löggæslu- og viðbragðsaðila rann út 17. janúar 2023. Níu hópar óskuðu eftir þátttöku í forvalinu.
Verkefnið:
Ákveðið hefur verið að byggja nýjar höfuðstöðvar fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæðið þarf að taka tillit til fjölmargra verkefna aðila og breytilegrar starfsemi þeirra. Niðurstaða þarfagreiningar verkefnisins gáfu til kynna að aðstöðuþörf væri rúmlega 26.000 m². Er þá miðað við verkefnamiðað vinnuumhverfi sem skapar sveigjanleika til komandi framtíðar. Í húsnæðinu verður sameiginleg björgunarmiðstöð, kennslusetur, matstofa, æfingsvæði og fleira.
Forsendur verkefnisins eru eftirfarandi:
- Viðbragðs- og þjónustustig löggæslu og viðbragðsaðila við almenning verði eflt
- Húsnæðis- og aðstöðumál aðilanna leyst með hagkvæmum hætti
- Byggt verður yfir verkefni, ekki aðila
- Samvinna, samþætting, samlegð og þekkingarmiðlun milli aðila eflist
- Verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV)
- Sveigjanlegt húsnæði og aðstaða
Útboð á síðari stigum verða lokuð öðrum en þeim sem tekið hafa þátt í forvalinu og uppfyllt allar kröfur þess.
Verknúmer:
Útboðsnúmer: 21730
Dagsetning opnunar: 17.1.2023