Örtboð nr. 330 - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti - endurbætur lóðar 1. áfangi
Númer: 330
Örútboð nr. 330 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara
Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna endurbóta á lóð Fjölbrautaskólans í Breiðholti, Austurbergi 5, 111 Reykjavík.
Verkið felst í:
- endurnýjun malbikaðra akvega og bílastæða
- lagningu kantsteina (vélsteyptra og forsteypta) og blandaðra hellulagna stíga og torga
- uppbyggingu gróður- og grassvæða.
- leggja regnvatns- og snjóbræðslulagnir með viðeigandi deili- og tengikistum og endurnýja niðurföll
- leggja skal raflagnir og setja upp rafbúnað svæðisins.
Framkvæmdasvæðið er um 4000m2 að stærð.
Helstu magntölur eru :
- malbikun um 1600m2,
- hellulögð svæði um 1450m2,
- gras- og gróðursvæði um 550m2.
Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 10. júní 2021 kl. 14.00.
Verklok 30. nóv. 2021