Örútboð 284 – Þjónustusamningur um rafvirkjun í fasteignum á Akranesi
Örútboð 284 – Þjónusta iðnmeistara
Númer: 284
Örútboð 284 – Þjónusta iðnmeistara
Þjónustusamningur um rafvirkjun í fasteignum á Akranesi í umsjá Ríkiseigna
Örútboð nr. 284 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara
Ríkiseignir óska eftir rafvirkjum til að taka þátt í örútboði vegna Þjónustusamnings um endurbætur og viðhald í fasteignum á Akranesi í umsjá Ríkiseigna. Verkefnið felst í almennu viðhaldi á raflögnum, tilfallandi breytingum og endurbótum, allt eftir þörfum á hverjum tíma.
Gefa skal verð í 800 tíma í dagvinnu og 80 tíma í yfirvinnu. Einnig skal gefa verð í akstur, 60 ferðir vegna efnisöflunar og útkalla.
Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 19. september 2019 kl. 14.00.