Örútboð – Heilsugæslustöð Bolungarvík - Innanhússbreytingar
Örútboð – þjónusta iðnmeistara
Númer: 282
Örútboð nr. 282 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara
Ríkiseignir óska eftir verktökum til að taka þátt í örútboðinu „Heilsugæsla, Miðstræti 19, Bolungarvík.“ Verkið felur í sér breytingu á hluta kjallara Miðstrætis 19, Bolungarvík. Allt húsnæðið var áður sjúkraskýli og dvalarheimili aldraðra og síðast var hluti kjallara nýttur sem þvottahús. Nú stendur til að breyta hluta kjallara hússins (um 180 m2 brúttó) og nýta sem heilsugæslu fyrir Bolungarvíkurkaupstað.
Lok framkvæmdatíma: 20. september 2019
Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.
Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 4. júlí 2019 kl. 10.00.