Örútboð nr. 278 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara
Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi, Vogabraut 5 – Endurnýja glugga og klæða austurhlið rafiðnaðardeild
Númer: 278
Ríkiseignir óska eftir trésmiðum til að taka þátt í örútboði vegna „Endurnýja glugga og klæða austurhlið rafiðnaðardeild“ við FVA, Vogabraut 5 á Akranesi. Umfang verksins takmarkast við hluta af suðausturhlið hússins. Fjarlægja skal eldri múrklæðningu af útveggjum, endurnýja glugga og klæða sömu útveggi á nýjan leik, með sléttri, loftræstri, 2 mm. álklæðningu á ál-leiðarakerfi ásamt því að endurnýja þakrennur og þakniðurföll.
Helstu magntölur eru:
Fjarlægja múrklæðningu af útveggjum og farga | 97 | m² |
Fillcoat yfir sprungur | 140 | m² |
Endurnýjun glugga | 11 | stk. |
Klæðning útveggja | 130 | m² |
Pallar og aðstaða | 1 | heild |
Framkvæmdatími hefst strax og tilboði hefur formlega verið tekið og skal verkinu vera að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2019.
Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.
Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 30. apríl 2019 kl. 14.00.