Örútboð nr. 337– Sölvhólsgata 4, Reykjavík – rif innanhúss
Númer: 337
Örútboð nr. 337 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara
Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna rifs innanhúss við Sölvhólsgötu 4, Reykjavík. Verkið felst í rifi á 1. og 2. hæð hússins. Verktaki tekur að sér að rífa, flokka og skila til viðurkenndra móttökustöðva þeim úrgangi sem til fellur við niðurrif.
Verklok 31. ágúst 2021
Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is
Boðið er uppá vettvangsskoðun 4. júní kl. 14:00. Bjóðendur sem hyggjast mæta skulu tilkynna það til Kristbjörns Þórs Þorbjörnssonar, kristbjorn.thor.thorbjornsson@rfs.is, með sólarhrings fyrirvara.
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, miðvikudaginn, 16. júní 2021, kl. 14:00