ÚTBOÐ – Borgartún 7 – Endurnýja yfirborð á bílastæði í porti
Örútboð nr. 244 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara
Ríkiseignir óska eftir verktökum
til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar á yfirborði
bílastæðis í porti við Borgartún 7. Verkið felst í því að endurnýja yfirborð á
bílaplani, grafa upp núverandi yfirborð, skipta um efsta burðarlagið,
gróðursetja tré, endurnýja ljósastaura og steypa kantstein.
Helstu magntölur eru:
Rif á malbiki .................................................................................. 1.180...... m²
Gröftur ............................................................................................ 475 ...... m³
Grúsarfylling undir malbik ............................................................. 475 ...... m³
Malbik 5cm þykkt .......................................................................... 1.180 ..... m²
Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.
Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík kl. fimmtudaginn 22. mars 2018, kl. 10:00.