ÚTBOÐ - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ - Loftræstikerfi
Örútboð nr. 252 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara
Ríkiseignir óska eftir verktökum til að taka þátt í örútboðinu „Fjölbrautaskólinn í Garðabæ – Loftræstikerfi“. Verkið felst í því að smíða og setja upp loftræstikerfi sem þjónar bókasafni á 2. hæð ásamt lesstofu og vinnustofu sem er inn af bókasafni. Í framtíðinni mun kerfið einnig þjóna aðstöðu kennara á 3. hæð sem er ofan við bókasafnið og verða lagðir loftstokkar frá tæknirými og upp í ræstiherbergi á 3. hæð sem tengt verður við síðar.
Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.
Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 31. maí 2018 kl. 14.00.