Örútboð 276 -pípulagnir
Örútboð nr. 276 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara
Númer: 276
Ríkiseignir óska eftir pípulagningarmönnum til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar á frárennslis- og hitalögnum í C álmu við Merkigerði 9 á Akranesi (sjúkrahús). Um er að ræða endurnýjun á hitalögnum í C álmu spítalans ásamt því að leggja nýjar fráveitulagnir. Endurnýja skal allar hitalagnir og ofna ásamt því að fjarlægja eldri aflagðar hitalagnir og ofna og koma því til förgunar á viðurkenndum förgunarstað. Einnig skal leggja nýjar fráveitulagnir og tengja við stofnæð á lóð ásamt því að endurnýja hluta núverandi regnvatns– og grunnvatnslagnir sem tilheyra umræddri C álmu hússins.
Helstu magntölur eru:
Jarðvinna:
Uppgröftur fyrir drenlögnum og fráveitulögnum meðfram húsi | 150 m3 |
Uppgröftur fyrir fráveitulögn að stofnlögn | 50 m3 |
Mulningur | 130 m3 |
Fráveitulagnir:
Ø110 | 75 lm |
Ø110 þerrilögn ásamt síudúk | 40 lm |
Ø160 | 25 lm |
Hitalagnir:
Ø21,3x2,65 stál, málað að utan | 705 m |
Ø33,7x3,25 stál, málað að utan | 45 m |
OFNAR (Δt=30°C) | 60 stk |
Framkvæmdatími hefst strax og tilboði hefur formlega verið tekið og skal verkinu vera að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2019.
Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.
Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, mánudaginn 8. apríl 2019 kl. 14.00.