ÚTBOÐ - Heilsugæslan Ólafsvík - endurnýjun á þaki og þakbrún

Örútboð nr. 238 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir verktökum til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar á þaki og þakbrún við Heilsugæsluna á Ólafsvík, Engihlíð 28, Ólafsvík. Verkið felst í viðgerðum á þaki og niðurfallsrörum hússins, þakklæðning hússins verður endurnýjuð og nýtt bárustál sett á. Þar að auki verður ný þakrenna búin til milli þaks og steypts þakkants, niðurfallsrör endurnýjuð og niðurfallsbrunnar settir í nýja þakrennu.

Helstu magntölur eru:

Endurnýjun niðurfallsröra (ál) ............................... 60 mtr
Endurnýjun niðurfallsbrunna ............................... 16 stk
Endurnýjun þakefnis með langböndum og áfellum ............................... 750 m2
Framlenging þaks og myndun þakrennu ............................... 170 m2
Eitt lag af þakpappa ............................... 955 m2
Seinna lag af þakpappa  ............................... 605 m2
Tveir mm. áláfellur ofan á steyptan þakkant  ............................... 188 mtr
Endurnýjun þaktúða ............................... 5 stk

 

Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, föstudaginn 15. Júní 2018 kl. 14.00.