Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Mosfellsbæjar, býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Um er að ræða um það bil 4.000 fermetra byggingu sem staðsett verður í miðbæ Mosfellsbæjar, nánar tiltekið við Háholt. 

Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 13. janúar 2010. Skilafrestur tillagna er 10. mars 2010 fyrir klukkan 16.00 hjá Ríkiskaupum. Veitt verða þrenn verðlaun að heildarupphæð 8 milljónir króna.

Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES. Nánari upplýsingar er að finna í samkeppnislýsingu sem verður aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is, útboðsnúmer 14734. Samkeppnislýsing og ítargögn verða fáanleg á geisladiski þriðjudaginn 24. nóvember 2009, gegn framvísun staðfestingar á þátttöku og 3.500 króna greiðslu hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga frá klukkan 8.00 – 16.00.

Vakin er athygli á að til að fá ítargögn afhent hjá Ríkiskaupum þarf að framvísa staðfestingu á þátttöku. Þegar viðkomandi skráir sig á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is útboðsnúmer 14734,  fær hann/hún senda staðfestingu á þátttöku í tölvupósti sem skal framvísa þegar gögn eru sótt.