Hönnunarsamkeppni - hjúkrunarheimili í Árborg
Útboð nr. 20552
Framkvæmdasýsla ríkisins f.h. velferðarráðuneytisins og Sveitarfélagsins Árborgar býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um nýbyggingu hjúkrunarheimilis í Sveitarfélaginu Árborg nánar tiltekið á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi.
Um er að ræða að hámarki 3250 m² byggingu sem staðsett verður á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 15. júní 2017 en því síðara 15. ágúst 2017. Skilafrestur tillagna er 5. september 2017 fyrir kl. 16:00 hjá Ríkiskaupum.
Veitt verða þrenn verðlaun að heildarupphæð 10 milljónir króna og þar af verða fyrstu verðlaun að lágmarki 5 milljónir króna.
Gert er ráð fyrir að hönnun verði lokið og útboðsgögn tilbúin sumarið 2018, framkvæmdir hefjist haustið 2018 og þeim verði lokið vorið 2020.
Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES. Nánari upplýsingar er að finna í samkeppnislýsingu sem er aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is útboðsnúmer 20552 frá og með mánudeginum 29. maí 2017. Til að nálgast ítargögn verður að skrá sig til þátttöku á vefnum en gögn verða einnig fáanleg á minnislykli, gegn framvísun staðfestingar á þátttöku, á skrifstofu Ríkiskaupa Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 9:00 - 15:00.