Stjórnarráðsreitur - Hugmyndasamkeppni um skipulag
Útboð nr. 20683
Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. forsætisráðuneytisins, býður til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Stjórnarráðsreits.
Setja skal fram raunhæfar og spennandi tillögur um heildarlausn á skipulagi á reitnum þannig að byggja megi upp á heildstæðan hátt framtíðarhúsnæði ráðuneyta, stofnana ríkisins og dómstóla meðal annars með hagræðingu í huga.
Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 9. maí 2018 en því síðara 16. ágúst 2018.
Skilafrestur tillagna er 18. september 2018, fyrir kl. 15:00 hjá Ríkiskaupum.
Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð 12 m.kr. þar af verða fyrstu verðlaun að lágmarki 6 m.kr.
Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES-svæðinu.
Nánari upplýsingar er að finna í samkeppnislýsingu sem verður aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is , útboðsnúmer 20683, frá og með þriðjudeginum 10. apríl 2018. Til að nálgast ítargögn verður að skrá sig til þátttöku á vefnum en gögn verða einnig fáanleg á minniskubbi, gegn framvísun staðfestingar hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík. Skrifstofa Ríkiskaupa er opin virka daga frá kl. 9:00 – 15:30.