Húsnæði fyrir hjúkrunarþjónustu aldrara - Leiguhúsnæði

Markaðskönnun

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) f.h. ríkissjóðs óskar eftir tilboðum um húsnæði fyrir 60 – 120 rýma sólarhrings hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða.

Áformað er að taka á leigu um 4 til 8 þúsund fermetra húsnæðis sem getur verið tilbúið til notkunar innan 6-12 mánaða frá undirritun leigusamnings. Æskilegt er að húsnæðið fáist afhent ekki síðar en fyrir árslok 2023 eða eins fljótt og auðið er.

Gert er ráð fyrir að leigutími verði allt að 20 ár auk mögulegrar framlengingar til 10 ára.

Gerð er krafa um staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, í nálægð við stofnbrautir, almenningssamgöngur og aðra þjónustustarfsemi.

Gott aðgengi skal vera fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og hæfilegan fjölda bílastæða, miðað við staðsetningu, fyrir aðstandendur og starfsfólk.

Kröfur til húsnæðisins má sjá hér: Markaðskönnun 60-120 rými LOK 230111

Fyrirspurnir varðandi verkefnið Húsnæði fyrir hjúkrunarþjónustu aldraðra skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is.

Fyrirspurnarfrestur rennur út 19. janúar 2023 en svarfrestur er til og með 23. janúar 2023.

Leigutilboð skal senda á leiguhusnaedi@fsre.is, eigi síðar en kl. 13:00 fimmtudaginn 26. janúar 2023.

Merkja skal tilboðin; nr. 230126Húsnæði fyrir hjúkrunarþjónustu aldraðra – Leiguhúsnæði.

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr.

Útboðsnúmer: 230126

Fyrirspurnarfrestur: 19.1.2023

Opnun tilboða: 26.1.2023