Ástandsskoðun á húsnæði í umsjón FSRE
Ríkiskaup f.h. FSRE (Framkvæmdasýslu – Ríkiseigna kt. 690981-0259), óska eftir tilboðum í ástandsskoðun á húsnæði FSRE.
Verkefnislýsing
Farið er fram á að ráðgjafar framkvæmi ástandsskoðun á byggingum FSRE. Húsnæði í umsjón FSRE hefur verið skipt upp í nokkra matspakka og innan hvers matspakka eru nokkrar matseiningar sem metnar verða hver í sínu matslíkani. Matslíkan fyrir ástandsskoðun verður aðgengileg á vefsvæði verkefnissins þegar það hefst.
Ástandsskoðun húsnæðis
Verkefnið felst í því að ástandsmeta húsnæði FSRE og ráðleggja verkkaupa hvort grípa þurfi til ráðstafana varðandi matsþætti sem farið er fram á að verði ástandsmetnir.
Frestur til að skila inn rafrænum tilboðum er til kl. 12.00 föstudaginn 16. júní.
Allar nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.
Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.
Útboðsnúmer: 21855
Fyrirspurnarfrestur: 07.06.2023
Opnun tilboða: 16.6.2023