Markaðskönnun fyrir húsnæði fyrir þrjár heilsugæslur, ásamt rými (valkvætt) fyrir starfsemi HTÍ
Afmörkun verkefnis
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir (FSRE) stefnir að því að taka á langtímaleigu nútímalegt, verkefnamiðað og sveigjanlegt húsnæði fyrir þrjár heilsugæslur og húsnæði fyrir Heyrnar- og Talmeinastöð Íslands. Gerð er krafa um staðsetningu í nálægð við helstu aðalgötur/tengibrautir og almenningssamgöngur.
Um er að ræða húsnæði fyrir þrjár heilsugæslur og húsnæði fyrir Heyrnar- og Talmeinastöð Íslands (HTÍ) sambyggða einni af heilsugæslunum.
Húsnæði og áætluð stærð:
- Garðabær heilsugæsla eða Garðabær heilsugæsla ásamt húsnæði fyrir HTÍ. Stærð húsnæðis heilsugæslu skal vera um 2.250 fermetrar og stærð HTI um 700 fermetrar. Krafa er gerð um 75 bílastæði fyrir heilsugæslu og 20 bílastæði fyrir HTÍ eða samtals 95 bílastæði á lóðinni.
- Reykjavík, heilsugæsla miðbær eða Reykjavík heilsugæsla miðbær ásamt húsnæði fyrir HTI. Stærð húsnæðis fyrir heilsugæslu skal vera um 1.850 fermetrar og stærð húsnæðis fyrir HTI um 700 fermetrar. Krafa er gerð um 59 bílastæði fyrir heilsugæslu og 20 bílastæði fyrir HTÍ eða samtals 79 bílastæði á lóðinni.
- Hafnarfjörður, heilsugæsla miðbær. Stærð húsnæði skal vera um 1.850 fermetrar og krafa gerð um 59 bílastæði á lóð.
Frekari gögn má nálgast hér:
Heilsugæsla í Garðabæ - Mynd af tillögu að staðsetningu
Heilsugæsla í Miðbæ Rvík - Mynd af tillögu að staðsetningu
Heilsugæsla í Hafnarfirði - Mynd af tillögu að staðsetningu
Skilyrði er að lóð/húsnæði sé staðsett innan marka rauða hringsins á meðfylgjandi yfirlitsmyndum fyrir Garðabæ og Hafnarfjörð og rauðmerkt svæði á korti fyrir miðbæ Reykjavíkur.
Óskað er eftir upplýsingum frá áhugasömum aðilum á markaði, t.a.m. byggingaraðilum og fasteignafélögum, um húsnæði sem kunna að koma til greina sbr. meðfylgjandi yfirlitskort og uppfylla fyrrgreindar kröfur.
Til nánari undirbúnings á fyrirhuguðum áformum er hér með óskað eftir upplýsingum frá aðilum sem hafa áhuga á að hanna, byggja, þróa og reka ofangreint húsnæði. Einnig er óskað eftir upplýsingum frá aðilum sem eiga lóðir/húsnæði á fyrrgreindum stöðum í samræmi við meðfylgjandi yfirlitskort og gætu hugsanlega lagt þær fram til verkefnisins.
Upplýsingabeiðni þessi er gerð á grundvelli 45. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og felur ekki í sér skuldbindingu til að semja við ákveðna aðila.
Markmið
Fyrirhugað er að eins fljótt og kostur er verði kominn á samningur við aðila sem á eða getur annast byggingu og hönnun viðkomandi húsnæðis og séð um rekstur þess. Þá skal viðkomandi húsnæði afhent fullbúið og tilbúið til notkunar.
Ferlið
Í markaðskönnun þessari er óskað eftir upplýsingum frá markaðnum. Að markaðskönnun lokinni verður tekin ákvörðun hvort hafið verði hefðbundið leiguferli eða hvort lög um opinber innkaup eigi við um leiguferlið.
Óskað er eftir upplýsingum frá áhugasömum aðilum um eftirfarandi:
- Nafn fyrirtækisins eða samstarfsfyrirtækja og kennitala/–tölur
- Upplýsingar um helstu stjórnendur og/eða lykilstarfsmenn. Heimilt er að benda á hlekk á vefsíðu þess efnis.
- Almennar upplýsingar um reynslu og getu fyrirtækis og starfsmanna þess/þeirra af hönnun, byggingu, þróun og rekstur húsnæðis að þessari stærðargráðu. Ekki er óskað eftir ferilskrám viðkomandi.
- Upplýsingar um eignir í leigu og rekstri á vegum fyrirtækis
- Stærð eignasafns viðkomandi fyrirtækis
- Óskað er eftir upplýsingum um mögulega staðsetningu húsnæðis
- Aðrar upplýsingar og/eða athugasemdir sem óskað er eftir að koma á framfæri í tengslum við fyrirhugaða húsnæðisöflun.
- Fyrirspurnir um verkefnið Heilsugæslur og HTÍ skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is .
- Fyrirspurnarfrestur rennur út 28. júní 2024 en svarfrestur er til og með 4. júlí 2024.
- Nánari upplýsingar um kröfur verða birtar á www.utbodsvefur.is mánudaginn 24. júní nk.
Þess er óskað að svör berist Framkvæmdasýslu ríkisins (FSRE) á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is , eigi síðar en kl. 13:00 miðvikudaginn 14. ágúst 2024.
Merkja skal svörin; nr. 6330282 – Heilsugæslur og HTÍ.
Útboðsnúmer: 6330282
Fyrirspurnarfrestur: 28.6.2024
Opnun tilboða: 14.8.2024