Endurnýjun Jónstótt - Móttökuhús að Gljúfrasteini að innan og bygging nýs sólskála

Framkvæmdasýslan Ríkiseignir (FSRE), kt. 510391-2259, óska eftir tilboðum í endurnýjun Jónstótt - Móttökuhús að Gljúfrasteini að innan og byggingu nýs sólskála.

Um er að ræða almennt útboð að ræða eins og því er lýst í 2. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL). Útboð þetta er aðeins auglýst innanlands.

Verkið felst í rifi eldri veggja innanhúss og endurnýjunar innréttingu hússins. Hér er um að ræða fullnaðar yfirborðsfrágang lofta og veggja, sem og frágang gólfefna og endurnýjun lagna og raflagna. Einnig er um að ræða ísetningu innihurða og uppsetningu innréttinga.

Smíði og uppsetning sólskála vestan megin húss og frágangur lóðar skv. hönnunargögnum.

Allar nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Fjársýslunnar, TendSign.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Fjársýslunnar.

Útboðslýsing: https://tendsign.is/doc.aspx?ID=220014&B=PSFtXTG1gmAA

Útboðsnúmer: 24-0041

Fyrirspurnarfrestur: 27.10.2024

Opnun tilboða: 5.11.2024