Ferðamálastofa á Akureyri - Leiguhúsnæði
6161005 Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir f.h. ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir starfsemi Ferðamálastofu á Akureyri.
Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 5-10 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um að staðsetningin sé á Akureyri. Það skal vera gott aðgengi þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi og næg bílastæði.
Ferðamálastofa er ríkisstofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Stofnunin fer með stjórnsýslu ferðamála samkvæmt lögum um Ferðamálastofu. Ferðamálastofa skal með starfsemi sinni fylgjast með og stuðla að þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar grunnstoðar í íslensku samfélagi að teknu tilliti til þolmarka íslenskrar náttúru og samfélags ásamt því að vinna að samræmingu, greiningum og rannsóknum í ferðaþjónustu með hliðsjón af stefnu stjórnvalda.
Húsrýmisþörf er áætluð um stærðarbil 180 - 240 fermetrar.
Frekari gögn má nálgast hér:
Nánar um aðrar kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á www.utbodsvefur.is 23. nóvember 2024.
Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærðar húsnæðis og skipulags þess út frá fyrirhugaðri nýtingu, öryggi, afhendingartíma, staðsetningu og aðkomu.
Fyrirspurnir varðandi verkefnið, skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is.
Fyrirspurnarfrestur rennur út 10.desember 2024 en svarfrestur er til og með 13.desember 2024.
Leigutilboð skal senda á leiguhusnaedi@fsre.is, eigi síðar en kl. 13:00, 17.desember .
Merkja skal tilboðin; nr. 6161005 – Ferðamálastofa – Leiguhúsnæði
Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11.
Viðskiptasiðferði
Hið opinbera gerir ríkar kröfur til aðila sem það á í viðskiptasambandi við.
Ekki verður gengið til samninga við aðila/þátttakanda sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir eftirtalin afbrot.
a. þátttöku í skipulögðum glæpasamtökum,
b. spillingu,
c. sviksemi,
d. hryðjuverk eða brot sem tengjast hryðjuverkastarfsemi,
e. peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka,
f. barnaþrælkun eða annars konar mansal.
Sama á við þegar einstaklingur, sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir brot skv. 1. mgr., er í stjórn, framkvæmdastjórn eða eftirlitsstjórn viðkomandi fyrirtækis eða hefur heimild til fyrirsvars, ákvörðunartöku eða yfirráða í því.
Vakin er athygli á því að samningsaðilar hins opinbera skulu vera í skilum með greiðslu opinberra gjalda, lífeyrissjóðsiðgjalda eða annarra lögákveðinna gjalda ásamt því að uppfylla önnur almenn hæfisskilyrði til að vera í viðskiptasambandi við ríkisaðila.
Komi til samningsgerðar verður kallað eftir upplýsingum varðandi ofangreint.
Útboðsnúmer: 6161005
Fyrirspurnarfrestur: 10.12.2024
Opnun tilboða: 17.12.2024