Tímabundið húsnæði fyrir lögregluna á Suðurnesjum

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE), f.h. lögreglunnar á Suðurnesjum , sem hér eftir nefnist kaupandi, óskar eftir leigutilboðum í að reisa færanlegar einingar til útleigu fyrir lögregluna á Suðurnesjum. Verkefnið snýr að því að byggja og fullgera vinnurými og starfsmannaaðstöðu og leigja til Ríkiseigna, sem mun áframleigja til lögreglunnar á Suðurnesjum.

Um er að ræða almennt útboð eins og því er lýst í 2. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL). Útboð þetta er auglýst innanlands og innan EES svæðisins.

Lög um opinber innkaup má nálgast á heimasíðu Alþingis á slóðinni. Vakin er athygli á síðari breytingum á OIL: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016120.html

Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi FSRE, TendSign.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Fjársýslunnar.

Erlent heiti og númer útboðslýsingar er 24-0067: Temporarily staff facilities

Smelltu hér til að nálgast útboðskerfið og nánari gögn.

Útboðsnúmer: 24-0067

Opnun tilboða: 10.1.2025