Göngustígar og útsýnispallur við Gullfoss
Framkvæmdasýslan Ríkiseignir (FSRE), kt. 510391-2259, fyrirhönd Náttúruverndarstofnunar, óska eftir tilboðum í göngustíga og útsýnispall við Gullfoss.
Um er að ræða almennt útboð að ræða eins og því er lýst í 2. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) og grein 1.2.2 í ÍST 30:2012.
Verkið er 3. verkáfangi verkefnisins "Gullfoss; göngustígar og pallar". En áður hefur verið unnið að gerð göngustíga og útsýnispalla á svæði G og D, og stálstiga á svæði C. Verkið sem nú er boðið út, Gullfoss, göngustígur og útsýnispallur á svæði A og B, felst í jarðvinnu og steypuvinnu ásamt smíði handriða og útsýnispalls úr stáli.
Allar nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi FSRE, TendSign.is
Beinn hlekkur á útboðslýsingu: Útboðslýsing
Leiðbeiningar skráningu og útboðskerfið er að finna á heimasíðu Fjársýslunnar.
Útboðsnúmer: 6142143
Opnun tilboða: 21.3.2025