Endurbætur á byggingu 286 fyrir LHG

Framkvæmdasýslan Ríkiseignir (FSRE), kt. 510391-2259, óska eftir tilboðum í fyrir hönd Landhelgisgæslunnar í framkvæmdir við byggingu 286 sem staðsett er við öryggissvæði Landhelgisgæslu Íslands á Keflavíkurflugvelli.

Húsið var upprunalega byggt sem gervihnatta jarðstöð fyrir NATO. Byggingunni verður breytt í skrifstofuhúsnæði og skjalageymslu fyrir Utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslu Íslands. Gert er ráð fyrir 36 starfsstöðvum, með möguleika á að nýta fjölnotarými, þá yrði hámarksfjöldi starfsmanna 54. Fjöldi salerna eru fjögur og er eitt þar af útbúið fyrir hreyfihamlaða. Starfsmannaaðstaða er útbúinn sem kaffi- og setustofa með kaffieldhúsi. Byggingin er staðsteypt með steypta þakplötu og einangrað að innan. Stærð hússin er 907.8m2 brúttó.

Verkið felst í megindráttum um:

  • Jarðvinnu
  • Burðarvirki
  • Lagnir og loftræstingu
  • Rafkerfi
  • Frágangur innanhúss

Um er að ræða almennt útboð að ræða eins og því er lýst í 2. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) og grein 1.2.2 í ÍST 30:2012. Útboð þetta er aðeins auglýst innanlands.

Allar nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi FSRE, TendSign.is.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á heimasíðu Fjársýslunnar.

Hlekkur á útboðslýsingu er https://tendsign.is/doc.aspx?ID=227775&B=aLJ2D3GBPPUA

Útboðsnúmer: 6061056

Opnun tilboða: 22.4.2025