Lóðaframkvæmdir við sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum

Framkvæmdasýslan Ríkiseignir (FSRE), kt. 510391-2259, óska eftir tilboðum í lóðaframkvæmdir við sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum fh. Ríkiseigna.

Verkið felur í sér endurnýjun bílastæða norðan við sjúkrahús HSU í Vestmannaeyjum, bætta aðkomu bráðamóttöku og kapellu, endurskipulag bílastæða að sunnanverðu og uppfærslu á ýmsum feril- og dvalarsvæðum. Lóð sjúkrahússins er u.þ.b. 6400m², og þar af er fótspor spítalans um 1.550m².

Helstu verkliðir eru jarðvegsskipti, yfirborðsfrágangur með malbiki og hellulögn, nýr steyptur stoðveggur, vegghleðslur auk tyrfingar og frágangi gróðursvæða.

Um er að ræða almennt útboð að ræða eins og því er lýst í 2. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) og grein 1.2.2 í ÍST 30:2012. Útboð þetta er aðeins auglýst innanlands.

Allar nánari upplýsingar um útboðið er að finna í útboðskerfi FSRE, TendSign.is.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á heimasíðu Fjársýslunnar.

Hlekkur á útboðslýsingu er: https://tendsign.is/doc.aspx?ID=228228&B=CW2lRJdlRScA

Skoða nánar

Útboðsnúmer: 24-0033

Opnun tilboða: 5.5.2025