Framkvæmdir nýhafnar á Arnarhvoli
Framkvæmdir við þriðja áfanga í endurbótum innanhúss á Arnarhvoli eru nýhafnar.
Verkið felst í að endurinnrétta kjallara, 1., 2., og 3. hæð í austurálmunni. Áætluð verklok eru árið 2019. Þetta er þriðji og jafnframt stærsti áfanginn í innanhússbreytingum á Arnarhvoli. Byrjað var á utanhússviðgerðum og síðan tóku við tveir áfangar í innanhússbreytingum og endurbótum á árunum 2013-2016. Í Arnarhvoli er fjármála- og efnahagsráðuneytið til húsa.
- Verktaki við þennan síðasta áfanga er Sérverk ehf.
- Hönnun: Gláma/Kím og EFLA verkfræðistofa
- Verkkaupi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Umsjón og eftirlit: Framkvæmdasýsla ríkisins