• Aukum-gaedi

21. september 2018

Aukum gæði - Byggjum betur

Stafrænar upplýsingar um mannvirki (BIM) opna dyrnar að möguleikum til hagræðingar og minni sóunnar í byggingarferlinu. 

Þær eru af mörgum talinn lykillinn að aukinni framleiðni í mannvirkjaiðnaðinum, en framleiðni í greininni hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna áratugi.

BIM Ísland eru félagasamtök aðila sem koma að hönnun, framkvæmd, rekstri og eignaumsýslu mannvirkja. Markmið félagsins er að hvetja til stöðugra umbóta í notkun BIM og stafrænnar tækni til aukinna gæða og hagræðingar á líftíma mannvirkja. 

FSR er einn af bakhjörlum BIM Ísland og hjá stofnuninni starfar BIM sérfræðingur sem situr í stjórn félagasamtakanna. Hægt er að sækja um aðild og kynna sér betur starfsemina á bim.is.

Aðild að BIM Ísland veitir aðgang að: 

  • Öflugu tengslaneti fagaðila á Íslandi
  • Samræmdum leiðbeiningum við að reka og stjórna BIM verkefnum
  • Staðfærðum vinnuaðferðum sem henta á íslenskum byggingarmarkaði
  • Ráðstefnum og faghópum um BIM


Fréttalisti