• Blue Lagoon Iceland
  • Mynd: Blue Lagoon Iceland

18. febrúar 2019

Bláa Lónið Retreat, hótel og heilsulind, með áherslu á mynsturvegg, hlaut Steinsteypuverðlaunin 2019

Steinsteypuverðlaunin voru afhent í áttunda sinn á Steinsteypudeginum 15. febrúar 2019 á Grand Hótel Reykjavík. 

Steinsteypan í nýju hóteli og heilsulind Bláa Lónsins nýtur sín vel á mörgum stöðum í byggingunni, að innan sem utan, að mati dómnefndar sem telur að einstaklega vel hafi tekist til við framkvæmd á mynsturveggnum sjálfum. 

Eldvörp (Bláa Lónið) er eigandi verksins. Um hönnun sáu Basalt Arkitektar og Efla verkfræðistofa, framkvæmd var í höndum JÁVERK ehf. og steypan í mannvirkið kom frá Steypustöðinni að því er fram kemur á vef Steinsteypufélags Íslands.

Steinsteypuverðlaunin eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Stjórn Steinsteypufélags Íslands sá um að velja mannvirkið sem hlaut Steinsteypuverðlaunin 2019.

Framkvæmdasýslan er aðili að Steinsteypufélagi Íslands. 


Fréttalisti