• Stefnt er að því að gera Norðurlöndin að samþættasta byggingamarkaði heims.  Myndin er fengin frá Vísi.

25. júní 2018

Samræma frekar reglur á Norðurlöndum

Stefnt er að því að gera Norðurlöndin að samþættasta byggingamarkaði heims. Markmiðið er að lækka byggingarkostnað og auðvelda fyrirtækjum að starfa á milli Norðurlandanna.

Fram kemur í grein á Vísi í byrjun mánaðarins að í yfirlýsingu norrænna ráðherra sem fara með málefni byggingariðnaðarins eigi Norðurlöndub að verða samþættasti byggingarmarkaður í heimi. Lagt er til að byggingarreglugerðir og staðlar landanna verði samræmd enn frekar frá því sem nú er. Lesa má fréttina í heild sinni hér


Fréttalisti