Fjöldi útboða í gangi
Stefnir í útboð fyrir 12,9 milljarða á vegum FSR á árinu 2020
Um þessar mundir er nokkur fjöldi útboða í gangi á vegum Framkvæmdasýslunnar. Sem stendur er óskað eftir tilboðum í sjö verkefni á vegum stofnunarinnar.
Talsvert verður um framkvæmdir á vegum Framkvæmdasýslunnar á árinu. Í erindi sínu á Útboðsþingi fyrr á árinu greindi Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri frá því að alls verði verkefni fyrir 12,9 milljarða boðin út á árinu.
Sem stendur eru átta verkefni af ýmsu tagi auglýst á vegum Framkvæmdasýslunnar. Er þar um að ræða meðal annars bygging þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellisandi, bygging svefnskála fyrir Landhelgisgæsluna á varnarsvæðinu á Miðnesheiði, auk þess sem auglýst er eftir húsnæði fyrir heilsugæsluna á Akureyri og heilsugæsluna í Hlíðunum í Reykjavík.
Hægt er að skoða útboðin hér , á síðu FSR, en einnig á vefsvæðinu Útboðsvefur.is .