28. maí 2021

Fjórir nýsköpunarvísar FSR kynntir í nýsköpunarviku

Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri FSR kynnti fjóra nýsköpunarvísa stofnunarinnar á ráðstefnu HMS, Byggingarvettvangsins, SI og Verkís í Nýsköpunarviku. 

Nýsköpunarvika stendur nú yfir á Íslandi. Meðal viðburða vikunnar var ráðtefnan Nýsköpun í mannvirkjagerð: Framkvæmdir til framtíðar. Í kynningu viðburðarins kemur eftirfarandi fram:

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins, Byggingavettvangurinn og Verkís bjóða til opinnar málstofu í samstarfi við Nýsköpunarvikuna, þar sem nýtt skipulag á rannsóknar- og nýsköpunarumhverfi byggingariðnaðarins verður kynnt auk þess sem fulltrúar úr allri virðiskeðju mannvirkjagerðar segja reynslusögur um nýsköpun innan byggingariðnaðarins: Hvaða nýsköpun er þar að finna? Hvað hefur gengið vel? Hvað má betur fara?

Nýsköpun á sér stað á öllum stigum mannvirkjageirans, hvort sem það er við þróun byggingarefna, hönnun mannvirkja, fjármögnun þeirra, framkvæmdir eða rekstur, á stjórnsýslustigi eða við rannsóknir og nám. Gerð verður tilraun til að hrekja hina lífseigu mýtu um að byggingargeirinn sé íhaldssamasti bransinn á Íslandi.


Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri FSR hélt fyrirlestur um fjóra nýsköpunarvísa Framkvæmdasýslunnar á ráðstefnunni og stóðst ekki mátið og fór lauslega yfir þann fimmta líka.

Fyrirlestur Guðrúnra má finna í upptöku frá viðburðinum sem finna má hér .

Innlegg Guðrúnar hefst þegar 1 klukkustund og 12 mínútur eru liðnar af viðburðinum.



Fréttalisti