• Hringbrautarverkefnid

6. júlí 2018

Framkvæmdir að hefjast við Hringbrautarverkefnið í kjölfar jarðvinnuútboðs

NLSH ohf. hefur í samvinnu við FSR samið við lægstbjóðanda, ÍAV, vegna GVL-verkefnis (götur, veitur og lóð) og jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann. 

Um er að ræða framkvæmdir við götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang á afmörkuðum svæðum við Hringbrautina og jarðvinnu í grunni meðferðarkjarnans. Einnig er hugað að gerð bílakjallara á síðari stigum til hliðar við meðferðarkjarnann. Áætlað er að um 20 mánaða framkvæmdatíma sé að ræða eða fram á vorið 2020.

Byrjað verður á eftirfarandi framkvæmdum í júlí 2018:

1. Bílastæðareitur A – norðan megin við BSÍ reit (sjá kort hér að neðan)

  • Svæðið verður girt af og síðan verður hafist handa við að jarðvegsskipta á svæðinu til að undirbúa bílastæðin.
  • Þetta ætti ekki að hafa neinar afgerandi afleiðingar fyrir starfsemina í för með sér eða hindra umferð að og frá svæðinu.

Miða skal við að þessi framkvæmd taki fimm til sex vikur.

2. Lagning kaldavatns lagnar frá Eiríksgötu og inn í aðalbyggingu (sjá kort hér að neðan)

  • Svæðið verður girt af og síðan verður hafist handa við skurðgröft og lagnavinnu.
  • Vegna þess að þetta er aðalaðkomuleið sjúkrabíla þá verður þess gætt að lögnin verði utan götunnar og trufli ekki umferðarflæði að neyðarmóttöku.
  • Sett verður keyrslubrú á skurðstæðið til að tryggja að- og fráakstur á bílastæði við eldhúsbyggingu. 

Miða skal við að vatnslagnaframkvæmdin taki um þrjár vikur. 

Á eftirfarandi korti eru sýndir hringir utan um þau svæði þar sem framkvæmdir hefjast. 

Kort-nlsh

Nánari upplýsingar

Allar upplýsingar um framkvæmdina verða birtar á upplýsingasíðum NLSH, Landspítala og Háskóla Íslands og annarra hagsmunaaðila eftir því sem verða vill. Einnig mun upplýsingum verða reglulega komið á framfæri í fjölmiðlum ef miklar breytingar verða á umferðarfyrirkomulagi.

Nánari tæknilegri upplýsingar og ítarlegri verkframkvæmdaupplýsingar veita:

  • Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri NLSH, s. 841 7050, netfang: asbjorn@nlsh.is
  • Ólafur M. Birgisson, verkefnastjóri FSR, s. 896 7330, netfang: olafur.b@fsr.is
  • Aðrar almennar upplýsingar veitir Magnús Heimisson, samskiptastjóri NLSH, s. 866 1378, netfang: magnus@nlsh.is


Fréttalisti