12. maí 2020

Framkvæmdir hafnar við Gullfoss

Framkvæmdir við endurnýjun göngustíga og útsýnispalls við Gullfoss eru hafnar. Verkefnið er unnið í umboði Umhverfisstofnunar og er ætlað að bæta aðstæður ferðafólks til að skoða fossinn.

Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun á göngustígum og útsýnispalli á efra svæði við Gullfoss.

Verið er að útbúa hjáleið frá Gullfosskaffi að stiga. Leið að útsýnispalli á efra svæði verður lokuð á meðan framkvæmdir standa yfir.

Við neðra bílastæði eru engar framkvæmdir í gangi og fært niður að fossi.


Fréttalisti