Framkvæmdir við skrifstofubyggingu Alþingis boðnar út
Um helgina birtust í blöðum og víðar auglýsingar þar sem auglýst er eftir verktökum til að taka að sér að reisa nýja skrifstofubyggingu Alþingis, sem rísa mun á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu.
Byggingin verður byggð eftir teikningum Studio Granda, sem fékk 1. verðlaun í samkeppni um hönnun hússins. Fyrirhuguð stærð byggingarinnar er 5.860 fermetrar, þar af um 1.300 fermetra bílakjallari með 45 nýjum stæðum.
Framkvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón með framkvæmdunum fyrir Alþingi.
Auglýsinguna má sjá hér að neðan, en frekari upplýsingar má fá á útboðsvef Ríkiskaupa, sem er hér.