• Grindur

5. júlí 2017

Framkvæmdir við snjóflóðavarnir á Siglufirði

Nú standa yfir framkvæmdir við snjóflóðavarnir yfir byggðinni á Siglufirði, uppsetning stoðvirkja, 3. áfangi.

Verkið felst í að setja upp stoðvirki úr stáli, (e. snow bridges), einnig kallaðar stálgrindur eðStalgrindura grindur, á upptökusvæðum snjóflóða til snjóflóðavarna í N-Fífladölum og Hafnarhyrnu ofan byggðar á Siglufjordur-vefurSiglufirði.

Hlutverk grindanna er að halda snjóþekjunni á upptökusvæðum snjóflóða í fjallshlíðinni og koma í veg fyrir að snjóflóð falli á byggðina. Ofan byggðarinnar eru einnig þvergarðar og leiðigarðar sem eiga að stöðva flóð sem fallið gætu af stað.

Fyrstu framkvæmdir við snjóflóðavarnir á Siglufirði hófust árið 1998 með byggingu leiðigarða syðst í byggðinni sem leiða snjóflóð fram hjá byggðinni. Árið 2003 hófust framkvæmdir við þvergarða yfir allri byggðinni og 1. áfangi á uppsetningu stoðvirkja. Framkvæmdir við 2. áfanga á uppsetningu stoðvirkja hófst vorið 2013 og lauk haustið 2015.

Framkvæmdir við 3. áfanga hófust haustið 2015 og standa enn yfir. Verktaki er Köfunarþjónustan ehf. Verkið er nú um það bil hálfnað og eru verklok áætluð haustið 2018.

Umsjón og eftirlit er í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins.


Fréttalisti