Framkvæmdum lokið við 3. áfanga í uppsetningu stoðvirkja í N-Fífladölum í Hafnarfjalli á Siglufirði
Vinna við uppsetningu stoðvirkjanna hófst um miðjan ágúst 2015 og lokaúttekt fór fram 31. ágúst síðastliðinn.
Verkið fól í sér að setja upp stoðvirki úr stáli, (e. snow bridges), einnig kallaðar stálgrindur eða grindur, á upptakasvæðum snjóflóða til snjóflóðavarna í N-Fífladölum ofan byggðar á Siglufirði. Þetta var þriðji áfangi framkvæmda við uppsetningu stoðvirkja á Siglufirði. Um 2.200 m af stoðvirkjum var að ræða í þessum áfanga. Hæð stoðvirkja er frá 3,5–5 m. Framkvæmdir gengu vel og áfallalaust.
- Verktaki var Köfunarþjónustan ehf.
- Verkkaupi var Fjallabyggð.
- Verkið er fjármagnað af ofanflóðasjóði og Fjallabyggð í hlutföllunum 90/10%.
- Framkvæmdasýsla ríkisins, FSR, hafði umsjón með verkefninu fyrir hönd verkkaupa á stigi frumathugunar, áætlunargerðar, verklegrar framkvæmdar og skilamats.
- Verkefnastjórar hjá FSR voru við frumathugun Guðmundur Pálsson og við verkframkvæmd Sigurður Hlöðversson.