• Fyrsta skrefi í Grænum skrefum í ríkisrekstri lokið.

5. júlí 2018

FSR hefur lokið fyrsta skrefinu í Grænum skrefum í ríkisrekstri

Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, afhenti FSR viðurkenningu í dag fyrir að hafa lokið skrefi eitt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri. 

FSR skráði sig til leiks í verkefnið Græn skref í ríkisrekstri í lok febrúar á þessu ári. Í dag hlutum við viðurkenningu fyrir að hafa lokið öllum aðgerðum í skrefi eitt. 

Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið byggir á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Verkefnið var þróað og sett af stað af stýrihópi um vistvæn innkaup, er fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneyti og í umsjón Umhverfisstofnunar.

Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna sinna, ímynd stofnana og draga úr rekstrarkostnaði. 

Frekari upplýsingar um Græn skref í ríkisrekstri er að finna  hér


Fréttalisti