FSR hefur lokið skrefi tvö af fimm í Grænum skrefum í ríkisrekstri
Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, afhenti FSR viðurkenningu í dag fyrir að hafa lokið skrefi tvö í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri.
FSR skráði sig til leiks í verkefnið Græn skref í ríkisrekstri fyrir rúmu ári og var að ljúka við skref tvö af fimm í dag. Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti.
Markmið verkefnisins er að:
- Gera starfsemi ríkisins umhverfisvænni
- Auka vellíðan starfsmanna og bæta starfsumhverfi þeirra
- Draga úr rekstrarkostnaði
- Innleiða áherslur í umhverfismálum sem þegar hafa verið samþykktar
- Gera aðgerðir stofnana í umhverfismálum sýnilegar
Þær aðgerðir sem Grænu skrefin ná til snerta sex þætti sem hafa áhrif á umhverfið. Flokkar grænna skrefa eru:
Sem stendur taka 65 ríkisstofnanir þátt í verkefninu og sífellt fleiri bætast í hópinn.
Nánar má kynna sér verkefnið Græn skref í ríkisrekstri hér.