• IBV

18. janúar 2019

FSR nýr stofnaðili Íslenska byggingavettvangsins

FSR var að bætast í hóp stofnaðila Íslenska byggingavettvangsins  en honum er ætlað að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans.

BvvSamtök iðnaðarins, Íbúðalánasjóður, Mannvirkjastofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa verið stofnaðilar Íslenska byggingavettvangsins (BVV) síðastliðin þrjú ár. Í vikunni undirritaði forstjóri FSR, Guðrún Ingvarsdóttir, ásamt fulltrúum hinna stofnaðilanna samkomulag um áframhaldandi starfsemi BVV til næstu þriggja ára.

Tilgangur félagsins er að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum byggingariðnaðarins, auka samkeppnishæfni innan byggingageirans með virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem þar eru, auka framleiðni og nýsköpun á þessu sviði, stuðla að faglegri mannvirkjagerð og efla menntun.

Núverandi samstarfsaðilar BVV eru:

  • Háskóli Íslands
  • Háskólinn í Reykjavík
  • Listaháskóli Íslands
  • Hönnunarmiðstöð
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Félagsmálaráðuneytið
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Reykjavíkurborg
  • IKEA
Stefnt er að því að félagið verði í auknum mæli verkefnadrifið og áherslur BVV verði í tveimur meginvíddum. Annars vegar „samhæfing greinarinnar“ og hins vegar „hnitmiðuð verkefni“. Nánari stefnumörkun mun fara fram á næstu mánuðum og jafnframt verður auglýst eftir nýjum verkefnastjóra.

Frekari upplýsingar um BVV er að finna hér.


Fréttalisti