17. febrúar 2020

Grænar áherslur ríkjandi hjá FSR

Byggingaiðnaðurinn í heiminum er talinn ábyrgur fyrir meira en þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Framkvæmdasýsla Ríkisins tekur þá skyldu sína alvarlega að stuðla að minni losun og öðrum umhverfisáhrifum við byggingu og rekstur húsnæðis.

Allmörg ár eru síðan FSR hóf að nota BREEAM umhverfisvottunarkerfið til að votta stærri byggingar sem stofnunin hefur umsjón með, en fleira í starfsemi FSR styður við umhverfisvænni byggingar. Hófsemi í byggingamagni er mikilvæg, ending húsnæðis hefur mikið að segja og sveigjanleiki í hönnun eykur líkur á að nýting bygginga sé góð. 

FSR er aðili að Grænni byggð , sem eru félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða og starfa sem partur af tengslanetinu World Green Building Council sem 70 ríki víðsvegar um heim eru aðilar að. Markmið samtakanna eru að stuðla að minni umhverissóun í byggingariðnaði með fræðslu, hvatningu og tengslamyndun. Samtökin standa fyrir umsvifamikilli útgáfustarfsemi og nýjasta afurð þeirra fjallar um hvernig grænni byggingariðnaður styður við Heimsmarkmið SÞ. FSR styrkti gerð efnisins og merki stofnunarinnar prýðir forsíðu efnisins.  

Lesa má um skuldbindingar FSR í þágu umhverfisins á sérstökum vefsíðum hér

Mynd frá Olga Árnadóttir.


Fréttalisti