Fyrirlestrar frá Steinsteypudeginum 2019 aðgengilegir
Góð þátttaka var á Steinsteypudeginum 15. febrúar síðastliðinn. Nú er hægt að nálgast fyrirlestrana á vefsíðu Steinsteypufélags Íslands.
Hinn árlegi Steinsteypudagur var haldinn hátíðlegur 15. febrúar 2019 á Grand hótel þar sem tekið var á mörgum mikilvægum málum sem dynja á byggingariðnaðinum. Fyrirlestrar frá þessum degi eru nú aðgengilegir á vefsíðu Steinsteypufélags Íslands og má finna þá hér.
Framkvæmdasýslan er aðili að Steinsteypufélagi Íslands.