Fyrsta skóflustungan að nýjum meðferðarkjarna
Fyrsta skóflustungan að stærstu byggingu nýs Landspítala við Hringbraut var tekin um helgina.
Meðferðarkjarninn er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu svokallaða og gegnir lykilhlutverki í starfseminni. Í meðferðarkjarnanum verður bráðamóttaka, myndgreining, skurðstofur, gjörgæsla og legudeildir. Áætlað er að meðferðarkjarninn verði tekinn í notkun árið 2024.
Corpus 3 teymið sá um hönnun en í því teymi eru Hornsteinar arkitektar, Basalt arkitektar, LOTA verkfræðistofa, VSÓ Ráðgjöf, TRIVIUM ráðgjöf, NIRAS, De Jong Gortmaker Algra, Buro Happold engineering, Reinertsen og Asplan Viak.
FSR hefur umsjón og eftirlit með verklegu framkvæmdinni.