• Fyrsta skóflustungan
  • Fyrsta skóflustungan

14. júlí 2015

Fyrsta skóflustungan að stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 8. júlí 2015.

Nýbyggingin verður um 1.700 fermetrar að stærð, auk þess sem gagngerðar endurbætur verða gerðar á eldra húsnæði í Hamri, sem erum 1.150 fermetrar.
Verkleg framkvæmd var boðin út 15. apríl og tilboð opnuð 6. maí. Jáverk ehf. voru lægstbjóðendur með tilboð upp á kr. 815.405.683.- sem var 107,18% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á kr. 760.795.392.-.
Verkkaupar eru mennta- og menningarmálaráðuneytið, Svetarfélagið Árborg, Héraðsnefnd Árnesinga, Héraðsnefnd Rangæinga og Héraðsnefnd Vestur-Skaftfellinga. Hlutur sveitarfélaganna er 40% á móti 60% hlut ríkisns.
FSR hefur umsjón með verkefninu.


Fréttalisti