Fyrsti verkfundur í nýjum áfanga við Hringbrautarverkefnið (Nýr Landspítali) var haldinn í morgun
Að megin hluta er um jarðvinnu fyrir nýjan meðferðarkjarna að ræða en einnig verður götuskipan, bílastæðum og lögnum breytt.
Verkið er umfangsmikið og mun hafa áhrif á núverandi umferðaræðar og að einhverju leyti breytilegt aðgengi að Landspítalanum eftir skipan áfanga á hverjum tíma. Samvinna og upplýsingaflæði er stór hluti í verkefni sem þessu þar sem margir hagsmunaaðilar koma að verkinu. Verkkaupi er Nýr Landspítali ohf., verktaki er ÍAV hf. og umsjón og eftirlit er í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR). Samstarfsaðilar eru Landspítali og Veitur. Verklok eru áætluð 28. febrúar 2020.