• Gerd-bilastaeda-grafid-fyrir-gotu-og-lagnaframkvaemdir
  • Mynd-1
  • Mynd-2

3. september 2018

Hringbrautarverkefnið - Gerð bílastæða, grafið fyrir götu og lagnaframkvæmdir

Yfirlit framkvæmda sem eru í gangi eru bílastæðareitur A og B, lagning hitaveitu upp með Vatnsmýrarvegi, lagning kaldavatnslagnar frá Eiríksgötu og inn í aðalbyggingu, vegavinna við neðstu götu sunnan við Læknagarð og bílastæði við geðdeild Landspítala.

Að meginhluta er um jarðvinnu fyrir nýjan meðferðarkjarna að ræða en einnig verður götuskipan, bílastæðum og lögnum breytt. Þær framkvæmdir sem standa yfir eru eftirfarandi:

1. Bílastæðareitur A – norðan megin við BSÍ reit (sjá kort 1)

  •  Í þessari viku verða bílastæðin malbikuð og gengið frá kantsteinum. Einnig verða stæðin merkt ásamt því að lýsing verður sett upp.
  • Engar takmarkanir á umferð að og frá svæðinu eins og er en tengingar frárennslislagna út í götur við BSÍ mun takmarka þar umferð í vikunni.

2. Bílastæðareitur B – norðan megin við BSÍ reit (sjá kort 2)

  • Verið að grafa og fylla í svæðið og koma fyrir frárennslislögnum.
  • Engar takmarkanir á umferð fylgja þessum framkvæmdum eins og er.

3. Lagning hitaveitu upp með Vatnsmýrarvegi (sjá kort 3)

Í þessari viku verður byrjað að grafa fyrir og leggja hitaveitulögn upp með Vatnsmýrarvegi að vestanverðu. Svæðið verður girt af og mun þessi framkvæmd ekki hafa mikil áhrif á umferð á spítalasvæðinu en þó má búast við talsverðri umferð vörubíla um Vatnsmýrarveg niður að Hringbraut. Þessi framkvæmd ásamt framkvæmdum við bílastæðareiti A og B og vinnu við „Neðstu götu“ eykur talsvert umferð vinnuvéla um
svæðið við Læknagarð og Vatnsmýrarveg. Það er því full ástæða til að vekja athygli fólks á þeim framkvæmdum sem þarna fara fram og árétta að allir fari með aðgát um svæðið.

4. Lagning kaldavatnslagnar frá Eiríksgötu og inn í aðalbyggingu (sjá kort 4)

Vinnu við vatnslögn er lokið og búið er að fylla í skurðstæðið.

5. Grafið fyrir „neðstu götu“ sunnan við Læknagarð (sjá kort 5)

Verið er að grafa fyrir „neðstu götu“ sunnan Læknagarðs. Þessar framkvæmdir hafa ekki áhrif á umferð
eða starfsemi LSH en eins og getið er í grein 3 þá er umferð vinnuvéla á sunnanverðri lóðinni (neðan gömlu Hringbrautar) orðin talsvert mikil vegna margra verkþátta sem þar er verið að vinna.Mynd-5

6. Bílastæðin við Geðdeild Landspítala (sjá kort 6)

Unnið var við lokafrágang og malbikun á tengingu frá geðdeildar bílastæðum út á Eiríksgötu í vikunni. Gera má ráð fyrir að tengingin verði opnuð í næstu viku.

Skýringarmynd
Skyringarmynd

Nánari upplýsingar

  • Allar upplýsingar um framkvæmdina verða birtar á upplýsingasíðum NLSH, Landspítala og Háskóla Íslands og annarra hagsmunaaðila eftir því sem verða vill. Einnig mun upplýsingum verða reglulega komið á framfæri í fjölmiðlum ef miklar breytingar verða á umferðarfyrirkomulagi.
  • Nánari tæknilegar- og verkframkvæmdaupplýsingar veita Ásbjörn Jónsson verkefnastjóri NLSH, s. 841 7050, netfang: asbjorn@nlsh.is og Ólafur Birgisson, verkefnastjóri FSR, s. 896 7330, netfang: olafur.b@fsr.is
  • Aðrar almennar upplýsingar veitir Magnús Heimisson samskiptastjóri NLSH, s. 866 1378 eða í gegnum netfangið: magnus@nlsh.is.
  • Sértækar upplýsingar veitir, af hálfu Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, s. 897 3644, netfang: stefanhh@landspitali.is og frá Háskóla Íslands Björn Gíslason, s. 896 0876, netfang: bgisla@hi.is


Fréttalisti