• Lokun-gomlu-Hringbrautar

8. febrúar 2019

Gömlu Hringbraut lokað vegna jarðvegsframkvæmda

Í dag var Gömlu Hringbraut lokað vegna jarðvegsframkvæmda við byggingu nýs meðferðarkjarna sem er hluti af Hringbrautarverkefninu.

Með lokun Gömlu Hringbrautar fylgja breytingar á akstri einkabíla og strætisvagna. Akstur strætisvagnaleiða númer 1, 3, 5, 6 og 15 breytist vegna framkvæmdanna. Breytingar á akstri á leið 14 og tímatöflum á leiðum 28 og 75 tóku gildi í byrjun janúar síðastliðnum. 

Allar nánari upplýsingar um akstur strætisvagna í nágrenni Landspítala er að finna hér ásamt nýjum leiðarkortum og myndbandi um helstu akstursbreytingar sem framkvæmdinni fylgja. 

Áhrif á gönguleiðir á svæðinu


Jarðvegsframkvæmdirnar hafa mikil áhrif á gönguleiðir á framkvæmdasvæði nýbygginga í Landspítalaþorpinu. Miklar gatnaframkvæmdir og stækkun athafnasvæðis verktaka munu hafa í för með sér röskun á gönguleiðum. Nánari upplýsingar um breytingar á gönguleiðum eru útskýrðar í eftirfarandi myndbandi:

https://vimeo.com/314255862


Fréttalisti