• Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps. hlutu 1. verðlaun í samkepni um hjúkrunarheimili Árborg

19. nóvember 2019

Hafist handa um byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg

Framkvæmdasýsla ríkisins og Sveitarfélagið Árborg hafa samþykkt að ganga til samninga við Eykt ehf um byggingu hjúkrunarheimilis sem rísa mun á Selfossi. Fyrsta skóflustungan verður tekin í vikunni.

Framkvæmdasýsla ríkisins og Sveitarfélagið Árborg hafa samþykkt að ganga til samninga við Eykt ehf um byggingu hjúkrunarheimilis sem rísa mun á Selfossi. Fyrsta skóflustungan verður tekin í vikunni.

Eykt var lægstbjóðandi í verkið og hljóðaði tilboð fyrirtækisins upp á tæpar 2.226 milljónir króna, eða um 6% yfir áætlun sem var 2.094 milljónir króna. Ríkissjóður og Framkvæmdasjóður aldraðra munu greiða 84% af kostnaðinum en Árborg 16%. Hlutur Árborgar er því um 356 milljónir króna.

Unnið hefur verið að hjúkrunarheimilinu frá miðju ári 2015, er frumathugun FSR hófst. Árið 2017 fór fram hönnunarsamkeppni þar sem Urban arkitektar og LOOP architects hlutu fyrstu verðlaun fyrir hringlaga byggingu á tveimur hæðum, sem innihélt fimmtíu rými fyrir vistfólk. Samhliða verðlaunaafhendingu var gengið frá samningi milli ráðuneytis og sveitarfélagsins um að fjölga hjúkrunarrýmum um tíu úr fimmtíu í sextíu.

Útboð vegna framkvæmdanna fór fram í sumar og voru tilboð opnuð 30. september síðastliðinn. Fimm tilboð bárust og reyndist tilboð Eyktar lægst, sem fyrr segir.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við hjúkrunarheimilið ljúki sumarið 2021 og að hægt verði að taka það í notkun með haustinu sama ár.

 

Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimilinu verður tekin 22. nóvember kl. 14.


Fréttalisti