Hafró flytur í Fornubúðir
Föstudaginn 5. júní var mikið um dýrðir á Suðurbakka Hafnarfjarðarhafnar, þegar skip Hafrannsóknarstofnunar komu til bryggju eftir siglingu frá Reykjavík. Forseti Íslands tók þátt í hátíðarhöldum er Hafrannsóknarstofnun flutti formlega í Fornubúðir 5, sem verða nýjar höfuðstöðvar stofnunarinnar
Formleg vígsluathöfn nýbyggingar Hafrannsóknarstofnunar fór fram 5. júní síðastliðinn. Forseti Íslands, sjávarútvegsráðherra og starfsfólk Hafró sigldi frá Reykjavík að Suðurbakka Hafnarfjarðarhafnar þar sem vígsluathöfn fór fram.

Nýjar höfuðstöðvar Hafró eru alls um 5.500 fermetrar að stærð og færist nú öll starfsemi stofnunarinnar á einn stað. Byggingin erer sérbyggð fyrir starfsemina, fyrir utan 1.440 fermetra eldri byggingu sem hýsir geymslu, verkstæði og útgerðaraðstöðu.
Framkvæmdasýslan óskar Hafró til hamingju með nýtt húsnæði. Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér .