Hafsteinn S. Hafsteinsson settur forstjóri FSR tímabundið
Hinn 1. desember síðastliðinn lét Halldóra Vífilsdóttir af störfum sem forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Sama dag var Hafsteinn S. Hafsteinsson lögfræðingur settur forstjóri.
Hinn 1. desember síðastliðinn lét Halldóra Vífilsdóttir af störfum sem forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins og hóf störf hjá Landsbankanum í teymi sem vinnur að undirbúningi nýbyggingar bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Sama dag var Hafsteinn S. Hafsteinsson lögfræðingur settur forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins til bráðabirgða. Hann mun gegna starfinu þar til nýr forstjóri verður skipaður í starfið en ráðningarferli stendur nú yfir.
Hafsteinn útskrifaðist með embættispróf úr lagadeild Háskóla Íslands og masterspróf í lögfræði frá Queen Mary and Westfield College í London. Hafsteinn hefur lengst af starfað í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hann hefur haft með höndum framkvæmda- og eignamál ríkisins, auk tengdra verkefna á sviði eignaumsýslu, félagamála ríkisins og samningamála.