Vistæni bygginga frá vöggu til grafar
FSR styðst við breska vistvottunarkerfið BREEAM í stærstu verkefnum stofnunarinnar. Vottunarkerfið stuðlar meðal annars að þverfaglegu samtali aðila í byggingariðnaði.
Markmiðið með kerfinu er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum yfir líftíma bygginga með því að stuðla að umhverfisvænni hönnun og heilsusamlegra umhverfi fyrir notendur. Kerfinu er einnig ætlað að minnka rekstrarkostnað, hvetja markaðinn til að finna nýjar og umhverfisvænni lausnir og bjóða upp á viðurkenndan umhverfisstimpil fyrir byggingar.
Vottunarkerfið tekur til alls ferils framkvæmdar frá efnistöku til niðurrifs. Kerfið hefur þannig áhrif á alla þá fagaðila sem koma að framkvæmd og kallar á þverfaglegt samtal allra sem koma að verkefninu.
Kerfið byggir á 10 umhverfisáhrifaflokkum. Sjálfbært gildi byggingar er metið út frá þessum flokkum sem spanna ólíkar hliðar byggingarframkvæmda. Undir hverjum flokki eru settar fram ákveðnar kröfur.
Umhverfisáhrifaflokkarnir eru eftirfarandi:

Meðfylgjandi eru myndir af helstu BREEAM vottuðum byggingum eða í vottunarferli á vegum FSR.