Hádegisheimsókn í Efnismiðlun Sorpu 27. júní
Sorpa hefur opnað Efnismiðlun sem einfaldar aðgengi verktaka, arkitekta og hönnuða að endurnýttu efni.
Byggingarúrgangur er að magni til stærsti einstaki flokkur úrgangs sem fellur til á byggðu bóli. Sorpa opnaði í vor Efnismiðlun þar sem hægt er að fá ýmis byggingarefni, til dæmis hellur, glugga, hurðir og vaska.
Á morgun, 27. júní kl. 12.00, standa Arkitektafélagið og Vistbyggðarráð fyrir heimsókn í Efnismiðlun Sorpu, Sævarhöfða 21, þar sem Guðmundur Tryggvi Ólafsson tekur á móti öllum sem vilja fræðast um málið. Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér.
Að nota endurnýtt efni í byggingum er mjög áhrifarík umhverfisvernd sem dregur úr þörfinni á því að framleiða ný efni.